Af eignum (og skuldum) lífeyrissjóða

Nýtt tölublað Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Þar er að finna grein síðuhöfundar um skuldbindingar lífeyrissjóða og forsendur mats á tryggingafræðilegri stöðu. Eignir lífeyrissjóða eru oftast í forgrunni en skuldbindingarnar rata sjaldnar í fréttir.

„Þótt nýjustu tölur Hagstofu Íslands geti gefið vísbendingar um að dánartíðni hafi lækkað hægar allra síðustu árin en áratugina þar á undan þá er ástæða til að hafa áhyggjur af að lengri lífaldur leiði til að skuldbindingar sjóðanna séu vanmetnar.

Auk forsendna um lífslíkur skipta vextir ekki síður máli við mat á skuldbindingum.“

Jólatölublað Fjármála 2019 má nálgast hér og frétt um útgáfuna hér.

Meðferð skuldabréfa í ársreikningum lífeyrissjóða

Á dögunum kom út ný útgáfa Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, með grein síðuhöfundar um meðhöndlun skuldabréfa í ársreikningum lífeyrissjóða.

Samkvæmt reglum um ársreikninga lífeyrissjóða er meginregla að bókfæra skuldabréf með gagnvirðismati en heimilt að víkja frá því ef ásetningur er að halda skuldabréfunum til gjalddaga. Skuldabréf haldið til gjalddaga eru bókfærð með aðferð afskrifaðs kostnaðarverðs. Greinin fjallar um inntak matsaðferðanna og hvernig þeim er beitt. Hún lýsir mismun bókfærðs verðs skuldabréfa á afskrifuðu kostnaðarverði og áætlað gangverðs þeirra. Auk þess hvernig mat á eignum í tryggingafræðilegri athugun er fráburgðið matsafðerð í ársreikningi og þætti sem hafa áhrif á ávöxtun iðgjalds sjóðfélaga til lífeyrissjóðs.

Blaðið má nálgast hér ásamt frétt um útgáfuna.

Opinber birting upplýsinga um vátryggingastarfsemi

Fjármál - vefrit Fjármálaeftirlitsins

Í dag kom út nýtt tölublað Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins. Þar er meðal annars að finna grein síðuhöfundar um opinbera upplýsingagjöf vátryggingafélaga.

Birting vátryggingafélaga um gjaldþol og fjárhagslega stöðu (e.Solvency and Financial Condition Report, SFCR)  er nýmæli og liður í samræmingu inna Evrópska efnahagssvæðisins. Lög nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi byggja á sk. Solvency II tilskipun Evrópsusambandsins sem ætlað er að leiða til fullrar samræmingar á vátryggingamarkaði innan EES.