Category Archives: Gagnagreining

Kosningapróf

Flokkun stjórnmálastefna eftir ætluðum ásum á pólitíska rófinu á sér rætur að rekja til sætaskipunar á franska þinginu eftir stjórnarbyltinguna í Frakklandi í lok 18. aldar. Á vinstri hluta pólitíska rófsins eru þeir staðsettir sem hlynntir eru sósíalisma eða kommúnisma. Hægri hluti rófsins er ætlaður þeim sem aðhyllast kaptítalisma. Seinni tíma kenningar hafa verið þróaðar sem skipta stjórnmálaskoðunum eftir fleiri ásum

Kosningapróf eru ágæt dægradvöl í aðdraganda kosninga og mörg þeirra byggja á að staðsetja kjósendur í tvívíðu plani þar sem höfuðásarnir tákna viðhorf til efnahagsmála annars vegar vegar og hins vegar mörk forsjárhyggju/frjálslyndis. Dæmi um þannig próf má finna á vefsíðunni Politicalcompass.org. Íslenskir fréttamiðlar og vefsíður hafa æ oftar miðlað þess háttar tækjum þegar kemur að kosningum. Að baki prófum þeirra byggir ólík nálgun þótt ásetningur þeirra sé að láta notendur máta skoðanir sínar við viðhorf einstakra frambjóðenda og flokka.

Kosningapróf ruv.is.

Skjámynd af kosningaprófi ruv.is

Ríkisútvarpið hleypti í síðstu viku af stokkunum kosningaprófi þar sem kjósendur geta mátað sig við frambjóðendur til Alþingis í kosningum, sem fara fram um næstu helgi. Höfundar kosningaprófsins hafa lagt spurningar fyrir fimm efstu frambjóðendur allra stjórnmálaframboða í hverju kjördæmi og allir kjósendur geta svarað sömu spurningum. Kosningaprófið samanstendur af þrjátíu spurningum sem hægt er að svara á skalanum 0 til 100 eftir því hvort viðkomandi sé sammála eða ósammála fullyrðingu.

Segja má að sumar spurningarnar gætu endurspeglað almenn viðhorf fólks til efnahagsmála og forsjárhyggju eða frjálslyndis í takt við klassísku framsetninguna. Önnur varða einstök málefni eða hugmyndir, sem hafa verið áberandi í opinberri umræðu að undanförnu og sumir stjórnmálaflokkar eða frambjóðendur hafa sett á oddinn. Kosningapróf RÚV er ekki hefðbundinn kosningaáttaviti en niðurstaða prófsins er hlutfallstala, sem lýsir því hversu vel svör kjósendur falla að svörum frambjóðenda í því kjördæmi sem þeir staðsetja sig.

Það er ekki einfalt verk að hanna spurningalista sem ætlað er að greina samfélagsviðhorf og skoðanir á ágreiningsmálum stjórnmálanna og ákvarða svarmöguleika. Það hentar ef til vill ekki öllum gerðum spurninga að bjóða upp á svör í heilum tölum frá 0 til 100 eftir því hvort svarandi sé sammála eða ósammála. Þótt gera megi athugasemdir við orðalag sumra spurninga þá er alveg ástæða til að fagna þessu framtaki RÚV. Svörin geta mótast af stíl hvers og eins svaranda, þekkingu á viðfangsefninu og fleiri þáttum.

Í opnunarspurningu kosningaprófsins er spurt hvort allir landsmenn ættu að hafa aðgang að grunnheilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Leikmaður, sem nýtir sér þjónustu heilbrigðiskerfis lítið, kann að grundvalla svar sitt á ólíkum atriðum en heilbrigðisstarfsmaður. Síðuhöfundur er kunnugur lækni, sem er ofarlega á lista síns flokks fyrir þessar kosningar og gaf upp svarið 92 við spurningunni. Væntanlega má gera ráð fyrir að þekking viðkomandi og mat á því hvað telst til grunnheilbrigðisþjónustu ráði einhverju um að frambjóðandinn teljist vera 92% sammála og 8% ósammála.

Önnur spurningin víkur að afnámi verðtryggingar á nýjum lánum þar sem spurt er: Afnema ætti verðtryggingu á nýjum lánum strax. Það kann að fipa einhverja þegar spurt er um tafarlaust afnám. Vilji maður leggja til afnám verðtryggingar í áföngum á næstu árum er svarið tæpast 100 og kannski ekki núll. Þá verður að fara milliveg, sem ræðst af tilfinningu.

Það er ekki alveg gegnsætt hvernig kosningapróf RÚV reiknar frávik á milli kjósanda og frambjóðenda en gera má ráð fyrir að það sé gert með því að reikna tölugildi mismunarins. Lýsi þáttakandi sig 75% sammála fullyrðingu er frávik hans jafn langt frá frambjóðendum sem lýsa sig algerlega (100%) sammála annars vegar og 50% sammála. Þannig samanburður tekur ekki tillit til innbyrðis fylgni á milli afstöðu frambjóðenda á milli ólíkra spurninga, sem áhugavert er að kanna.

Höfuðásagreining

Áhugavert er að heimfæra kerfi, sem flokka stjórnmálaskoðanir eftir fleiri en einum ás, yfir á svör frambjóðenda í kosningaprófi RÚV til þess að greina betur fylgni á milli svara frambjóðenda við spurningunum.

Höfuðásagreining (e. principal component analysis) er tölfræðileg aðferð til þess að greina breytileika í margvíðum merkjum með innbyrðis fylgni. Með aðferðinni er hægt að tákna merki sem summu þátta, sem uppfylla það stærðfræðilega skilyrði að teljast hornrétt. Þegar það gildir, er hreyfing eftir einum höfuðás óháð heyfingu eftir öðrum höfuðás í merkinu. Með höfuðásagreiningu er hægt að tákna meginsveiflur í merkjum með færri víddum og þjappa upplýsingum. Fyrstu frumþættir varpaða merkisins innihalda mestar upplýsingar en seinustu frumþættirnir eru stundum það sem skilgreina má sem suð.

Aðferð höfuðásagreiningar er notuð í ýmsum viðfangsefnum í merkjafræði og víðar. Hér geta áhugasamir sótt viðbót við R hugbúnaðinn sem nýtir höfuðásagreiningu í persónuleikaprófum í sálfræði.

Niðurstöður

Það er þörf á að grisja spurningar í kosningaprófi RÚV aðeins áður en höfuðásagreiningu er beitt. Spurningar sem marka ekki augljós skil á milli stjórnmálaflokka eru felldar út. Greining höfuðása byggir á svörum frambjóðenda við tuttugu af þrjátíu spurningum í upphaflega prófinu.

Þrívíða stjórnmálarófið

Fyrstu þrír höfuðásar í svörum frambjóðenda til Alþingis, ofanvarp á fyrsta og annan höfuðás. Heimild: ruv.is og eigin útreikningar.

Að loknum niðurskurði er frumþáttagreingingu beitt og útkoman túlkuð með tilliti til ofanvarps (e. projection) hvers frambjóðanda á frumþættina. Falli ofanvarp á jákvæða hluta ássins felur það í sér að hann sé fremur sammála þeim spurningum sem hafa jákvætt formerki á þeim höfuðás og ósammála þeim spurningum sem hafa neikvætt formerki. Ef ofanvarp frambjóðanda á höfuðás er neikvætt má túlka afstöðu hans til spurninganna á hinn veginn. Það þýðir að frambjóðandi sé fremur ósammála þeim spurningum sem hafa jákvætt formerki en sammála þeim spurningum sem hafa neikvætt formerki.

Markaðs- og félagshyggja

Fyrsti höfuðþátturinn hefur sterkustu svörunina við spurningar sem tengjast efnahagsmálum og hægt er að segja að skilji á milli frambjóðenda sem aðhyllast markaðshyggju annars vegar og félagshyggju hins vegar. Jákvætt (+) ofanvarp á þennan þátt felur í sér meiri stuðning við að selja banka á næsta kjörtímabili, að markaður leysi húsnæðisvanda og að lækka skatta á fyrirtæki. Þetta eru þættir sem geta fallið undir áherslur markaðshyggju. Fyrsti frumþátturinn hefur neikvætt (-) ofanvarp á að setja á gjöld fyrir nýtingu náttúruauðlinda, hækkun hátekjuskatta til að fjármagna innviði og að afnema kostnaðarþáttöku sjúklínga. Þetta geta talist áherslur þeirra sem aðhyllast félagshyggju. Nánari upptalningu á svörun frumþáttanna við einstökum spurningum er að finna í töflunni neðst.

Þrívíða stjórnmálarófið.

Fyrstu þrír höfuðásar í svörum frambjóðenda til Alþingis, ofanvarp á annan og þriðja höfuðás. Heimild: ruv.is og eigin útreikningar.

Frjálslyndi og forsjárhyggja

Annar frumþátturinn greinir skil milli frambjóðenda sem eru í meira mæli fylgjandi lögleiðingu kannabisefna, hlynntir sölu áfengis í matvöruverslunum, andsnúnir því að leysa vanda sauðfjárbænda með fjárframlögum frá ríkinu og ósammála því að íslenska krónan sé framtíðargjaldmiðill Íslands. Þetta eru að einhverju leyti málefni sem marka skil á milli frjálslyndis og forsjárhyggju.

Alþjóðahyggja

Jákvætt ofanvarp á þriðja frumþáttinn felur í sér að frambjóðandi sé fremur ósammála því að herða reglur um móttöku hælisleitenda og hlynntur móttöku fleiri kvótaflóttamanna. Þriðji frumþátturinn greinir á milli þeirra sem lýsa sig meira sammála spurningu um að herða reglur um móttöku hælisleitenda, eru síður hlynntir fjölgun kvótaflóttamanna og fremur ósammála því að krónan sé framtíðargjaldmiðill Íslands. Það má greina skörun á framlagi nokkurra spurninga til annars og þriðja höfuðássins. Í einhverjum skilningi gæti þriðji frumþátturinn verið mælikvarði á alþjóðahyggju eins og hún hefur verið skilgreind á sumum stjórnmálaáttavitum.

Þrívíða stjórnmálarófið

Þessi greining er fremur sett fram til skemmtunar en að hún teljist sannprófun á því að ætlað stjórnmálaróf sé þrívítt. Að öllu gamni slepptu má þó greina að fyrstu þrír frumþættirnir hafa nokkra samsvörun við spurningar um áherslur og mörk markaðshyggju/félagshyggju, frjálslyndis/forsjárhyggju og alþjóðahyggju. Til glöggvunar er þrívíða stjórnmálarófið birt á myndinni hér fyrir neðan en það er einnig hægt að finna hér.

Hægt er að velta myndinni til þess að skoða ofavarp punktanna frá hvaða hlið sem er. Þegar músabendillinn er borinn yfir punktana birtis nafn þess frambjóðanda, sem hann samsvar í þrívíða rúminu. Í öllu falli er hægt að greina hvernig áherslur frambjóðenda falla innbyrðis á milli flokka og greina þá sem skera sig úr fjöldanum.

Viðauki

Meðaltöl allra svarenda auk fyrstu þriggja höfuðásanna eru sýnd í meðfylgjandi töflu. Jákvætt formerki á höfuðásunum táknar að frambjóðandi sé fremur sammála spurningu ef ofanvarp á þann frumþátt er jákvætt en ósammála ef ofanvarpið er neikvætt. Neikvætt frummerki á höfuðásunum táknar að frambjóðandi sé fremur ósammála spurningu ef ofanvarp á þann frumþátt er jákvætt en sammála ef ofanvarpið er neikvætt.

Spurning / Höfuðás Meðaltal 1. höfuðás 2. höfuðás 3. höfuðás
Afnema verðtryggingu  61,3 -0,2 -0,3 0,2
Selja banka á næsta kjörtímabili 45,9  0,3 0 0
 Skólagjöld í opinberum háskólum 18,7 0,2 -0,1  0,1
 Vegtollar á höfuðborgarsvæði  22,4 0,2  0  -0,2
 Herða reglur um móttöku hælisleitenda 24,4 0 -0,3 -0,4
Gjöld fyrir nýtingu náttúruauðlinda 71,7 -0,2  0,3 -0,2
Lögleiða kannabisefni 30,0 0,1  0,3 -0,2
Markaður leysi húsnæðivanda 22,7 0  0 -0,2
Fleiri kvótaflóttamenn 78,5  -0,4  0,2  -0,4
Hátekju- eða eignaskattar fjármagni innviði  52,5  -0,4  0,2  -0,1
Breytingar á stjórnarskrá  63,6  -0,3  0,3  0,1
Hagsmunir náttúrunnar vegi þyngra en fjárhagslegir 80,1 -0,1 -0,1  0
Afnema kostnaðarþáttöku sjúklinga  74,2 -0,3 0 0,1
Áfengi í matvöruverslunum  39,2 0,3 0,3  0
Íslenska krónan til framtíðar 46,2 -0,1  -0,5  -0,4
Vandi sauðfjárbæanda leystur með fjárframlögum  60,45  -0,1 -0,3  -0,2
Lækka skatta á fyrirtæki  48,2 0,2  -0,1  0,2
Neytendur fái að kaupa innflutt, fersk matvæli 69,2  0,1 0,2  0,4
 Meiri einkarekstur í heilbrigðiskerfinu  22,36 0,3 -0,1  0
 Selja orku- og veitufyrirtæki  16,1  0,2 0  -0,1

Fasteignamat 2018

Fasteignamat 2018. Rauðir litatónar tákna hækkun fasteignamats en bláir litatónar tákna lækkun. Heimild: Þjóðskrá Íslands.

Í byrjun mánaðar birti Þjóðskrá Íslands nýtt fasteignamat allra fasteigna á Íslandi, sem lagt verður til grundvallar álagningu opinberra gjalda fyrir árið 2018. Samkvæmt fréttatilkynningu hækkar heildarmat allra fasteigna á landinu um 13,8% en hækkunin er nokkuð mismunandi eftir landsvæðum. Fasteignamatinu er ætlað að lýsa markaðsverði fasteigna miðað við stöðuna í febrúar síðastliðnum.

Þetta er í þriðja skiptið sem Actuary.is birtir fasteignamatskortið, sem sýnir hlutfallshækkun allra íbúðareigna á landinu milli ára. Myndin hér fyrir neðan sýnir hlutfallshækkun fasteignamats fyrir árið 2018 frá fyrra mati. Rauðir litatónar táknar hækkun en bláir litatónar lækkun. Hægt er að þysja inn á einstaka bæi eða bæjarhluta með stækkunarglerinu.

Miklar hækkanir einkenna breytinguna í ár. Mest hækkar fasteignamat á Húsavík þar sem miðgildi hækkunar er 42,0%. Í sex öðrum póstnúmerum hækkar fasteignamatið um meira en 20 prósent. Það eru Ölfus, Hofsós, Fljót, Akranes og Varmahlíð auk Breiðholts-póstnúmeranna 109 og 111 í Reykjavík.

Í fjórum póstnúmerum lækkar miðgildi fasteignamats frá fyrra ári. Mest lækkun er á Dalvík þar sem fasteignamatið lækkar um 3,0%. Þar á eftir koma Hólmavík, Staður (póstnúmer 510) og Keflavíkurflugvöllur (235 Keflavík). Í Bolungarvík stendur miðgildi fasteignamats í stað.

Hér er einnig hægt að skoða kortið.

Taflan sýnir hlutfallsbreytingu fasteignamats eftir póstnúmerum. Miðgildi breytinganna táknar að helmingur fasteigna hækkar meira en helmingur minna. Mat fjórðungs fasteigna hækkar minna en mörk fyrsta fjórðungs sýna og fjóðrungur fasteigna hækkar meira sýnt er í dálkinum 3. fjórðungur.

Póstnúmer 1. fjórðungur Miðgildi 3. fjórðungur
101 Reykjavík - Miðbær/Vesturbær 14,2 15,7 16,8
103 Reykjavík - Kringlan/Hvassaleiti 11,4 12,4 13,7
104 Reykjavík - Laugardalur 16,6 18,0 20,0
105 Reykjavík - Hlíðar 15,0 17,6 19,4
107 Reykjavík - Vesturbær 15,0 15,9 16,9
108 Reykjavík - Austurbær 15,3 16,1 16,8
109 Reykjavík - Bakkar/Seljahverfi 19,0 20,6 21,7
110 Reykjavík - Árbær/Selás 16,4 17,6 18,6
111 Reykjavík - Berg/Hólar/Fell 20,0 20,8 22,1
112 Reykjavík - Grafarvogur 15,7 16,7 17,5
113 Reykjavík - Grafarholt 14,9 16,4 17,7
116 Reykjavík - Kjalarnes 16,8 18,9 20,1
170 Seltjarnarnesi 14,2 17,4 21,3
190 Vogum 17,9 19,0 20,2
200 Kópavogi 17,6 18,9 20,3
201 Kópavogi 13,8 15,2 16,4
203 Kópavogi 11,3 12,3 13,4
210 Garðabæ 10,2 11,8 15,1
220 Hafnarfirði 15,7 17,1 18,5
221 Hafnarfirði 16,7 17,8 18,9
225 Álftanesi 15,2 15,9 16,6
230 Reykjanesbæ 14,6 15,9 27,4
233 Reykjanesbæ 14,0 14,8 15,5
235 Reykjanesbæ -1,3 -0,3 0,3
240 Grindavík 17,8 19,1 20,4
245 Sandgerði 10,1 10,9 11,9
250 Garði 8,7 9,5 10,7
260 Reykjanesbæ 15,7 16,4 25,3
270 Mosfellsbæ 13,9 15,8 18,1
271 Mosfellsbæ 15,1 16,3 17,9
276 Mosfellsbæ 11,4 11,6 12,4
300 Akranesi 16,3 22,8 25,7
301 Akranesi 10,9 11,8 12,9
310 Borgarnesi 4,1 5,4 9,0
311 Borgarnesi 4,2 4,6 5,0
320 Reykholt í Borgarfirði 3,2 4,1 4,8
340 Stykkishólmi 5,3 6,2 7,5
345 Flatey á Breiðafirði 17,1 18,1 19,1
350 Grundarfirði 4,0 6,2 7,0
355 Ólafsvík 9,1 10,1 11,0
356 Snæfellsbæ 3,0 3,5 4,2
360 Hellissandi 10,3 11,2 12,4
370 Búðardal 2,3 3,2 4,2
371 Búðardal 2,4 3,4 4,1
380 Reykhólahreppi 2,9 3,8 4,7
400 Ísafirði 4,2 11,7 13,4
401 Ísafirði 9,4 9,4 9,5
410 Hnífsdal 4,4 5,0 6,1
415 Bolungarvík -1,1 0,0 1,0
420 Súðavík 4,9 5,3 5,8
425 Flateyri 8,0 9,1 10,3
430 Suðureyri 12,1 13,4 14,9
450 Patreksfirði 10,2 11,6 13,6
451 Patreksfirði 9,2 13,4 14,6
460 Tálknafirði 6,3 7,0 7,5
465 Bíldudal 8,6 9,4 10,4
470 Þingeyri 12,7 13,9 14,9
471 Þingeyri 3,4 13,0 15,2
500 Stað -3,8 -1,6 0,6
510 Hólmavík -3,0 -1,6 -0,4
512 Hólmavík 5,9 6,8 10,2
520 Drangsnesi 13,0 14,2 16,4
524 Árneshreppi 8,6 8,7 8,7
530 Hvammstanga 16,1 17,3 19,4
531 Hvammstanga 0,8 2,1 2,9
540 Blönduósi 14,2 15,1 16,7
541 Blönduósi -0,5 1,4 2,0
545 Skagaströnd 11,2 12,7 13,8
550 Sauðárkróki 14,8 16,5 17,7
551 Sauðárkróki 6,5 12,5 20,3
560 Varmahlíð 16,3 20,4 24,5
565 Hofsós 15,5 16,7 17,6
566 Hofsós 23,2 24,9 26,2
570 Fljótum 21,1 23,0 24,0
580 Siglufirði 6,6 14,3 15,5
600 Akureyri 9,6 12,0 13,5
601 Akureyri 7,5 9,0 18,9
603 Akureyri 10,9 12,3 13,3
610 Grenivík 2,5 4,1 4,9
611 Grímsey 15,1 15,7 16,0
620 Dalvík 4,6 5,9 7,0
621 Dalvík -4,3 -3,0 4,7
625 Ólafsfirði 16,4 17,5 18,5
630 Hrísey -0,8 0,2 1,3
640 Húsavík 37,2 42,0 44,0
641 Húsavík 6,2 8,9 10,1
645 Fosshólli 8,0 9,4 10,1
650 Laugum 9,1 9,9 11,0
660 Mývatni 8,5 9,6 10,2
670 Kópaskeri 5,0 5,7 6,4
671 Kópaskeri 5,2 6,6 7,9
675 Raufarhöfn -0,9 7,1 8,2
680 Þórshöfn 6,8 7,8 9,0
681 Þórshöfn 3,2 3,9 5,6
685 Bakkafirði 12,0 12,7 13,6
690 Vopnafirði 10,4 11,4 12,4
700 Egilsstöðum 2,5 3,6 5,3
701 Egilsstöðum 6,0 7,0 7,8
710 Seyðisfirði 9,0 10,3 11,4
715 Mjóafirði 4,6 6,9 7,8
720 Borgarfirði (eystri) 15,9 18,6 19,1
730 Reyðarfirði 6,2 7,0 7,8
735 Eskifirði 6,1 7,3 8,0
740 Neskaupstað 4,9 6,4 7,7
750 Fáskrúðsfirði 2,0 3,1 3,5
755 Stöðvarfirði 3,0 3,7 4,2
760 Breiðdalsvík 7,8 8,9 9,5
765 Djúpavogi 9,7 10,8 11,7
780 Höfn í Hornafirði 15,6 16,4 17,5
781 Höfn í Hornafirði 6,2 7,6 9,9
785 Öræfum 6,1 7,0 7,9
800 Selfossi 15,9 17,0 18,1
801 Selfossi 11,4 16,6 18,6
810 Hveragerði 18,2 19,8 20,2
815 Þorlákshöfn 2,8 3,8 4,3
816 Ölfus 21,3 28,3 29,0
820 Eyrarbakka 4,5 5,7 6,3
825 Stokkseyri 8,5 9,5 10,5
840 Laugarvatni 9,0 9,7 10,7
845 Flúðum 9,7 10,9 13,7
850 Hellu 5,5 6,3 7,0
851 Hellu 9,1 10,4 11,1
860 Hvolsvelli 6,2 7,0 8,1
861 Hvolsvelli 9,6 10,4 11,2
870 Vík 1,7 5,5 6,5
871 Vík 7,5 8,2 9,2
880 Kirkjubæjarklaustri 5,3 7,0 7,9
900 Vestmannaeyjum 3,6 4,3 5,4

Fasteignamat 2017

Fasteignamat 2017

Fasteignamat 2017. Litatónar tákna hlutfallsbreytingu á milli ára. Heimild: Þjóðskrá Íslands, skra.is.

Í júní ár hvert birtir Þjóðskrá Íslands fasteignaeigendum niðurstöður fasteignamats, sem það framkvæmir. Fasteignamatið er lagt til grundvallar álagningu opinberra gjalda fyrir næsta almanaksár og geta fasteignaeigendur gert athugasemdir við matið fram til 1. september á skra.is.

Fasteignamatskortið hér fyrir neðan sýnir fasteignamat 2016 og 2017 auk hlutfallsbreytingar á milli ára. Upplýsingarnar byggja á gögnum Þjóðskrár, sem nú eru aðgengilegar á vef stofnunarinnar. Grænir litatónar tákna fasteignir þar sem matið hækkar á milli ára en rauðir tónar tákna lækkun. Hægt er að nota stækkunarglerið til þess að skoða einstök svæði í hærri upplausn.

Sé miðað við miðgildi matsbreytingar þá hækkar fasteignamat mest í þremur póstnúmerum utan höfuðborgarsvæðis; 370 Búðardal (22,4%), 450 Patreksfirði (22,2%) og 870 Vík (19,0). Póstnúmer á höfuðborgarsvæðinu eru næst í röðinni þar sem matið hækkar mest í Breiðholti (18,2% í 111 og 14,7% í 109), miðbæ (15,5% í 101).

Mest lækkar fasteignamat í þremur póstnúmerum; 540 Blönduósi (-8,2%), 530 Hvammstanga (-6,8%) og 630 Hrísey (-6,5%). Tafla fyrir neðan fasteignamatskortið sýnir miðgildi og fjórðungsmörk breytinga í öllum póstnúmerum.

Hér fyrir neðan má að endingu sjá hlutfallsbreytingu fasteignamats. Fjórðungsmörkin lýsa hvernig dreifingin er. Miðgildið lýsir prósentuhækkun (-lækkun) fasteigna í hverju póstnúmeri. Fjórðungur fasteigna breytist minna en 1. fjórðungsmörk segja til um og fjórðungur meira en 3. fjórðungsmörkin.

Póstnúmer 1. fjórðungur (%) Miðgildi (%) 3. fjórðungur (%)
101 12,4 15,5 16,9
103 9,2 10,5 12,8
104 7,4 11,6 13,3
105 9,8 11,7 13,2
107 10,8 12,1 12,9
108 10,9 12,6 17,2
109 7,2 14,8 16,1
110 5,9 8,5 12,9
111 16,7 18,1 18,9
112 7,2 9,9 11,2
113 4,5 8,1 9,1
116 0,0 4,8 5,6
170 1,5 5,0 9,2
190 5,1 9,1 12,7
200 7,2 10,4 13,2
201 6,8 8,5 9,9
203 4,3 6,4 7,2
210 1,9 5,6 9,3
220 6,7 10,2 12
221 5,4 9,5 10,7
225 5,2 6,6 8,6
230 4,1 6,7 9,6
233 1,2 3,5 4,9
235 7,0 9,0 10,1
240 2,2 4,5 6,0
245 0,5 3,5 5,0
250 5,0 7,1 10,1
260 5,8 8,8 12,1
270 5,0 7,4 10,0
271 5,0 5,5 14,7
276 14,1 14,4 15,0
300 4,6 6,4 8,7
301 5,0 5,5 6,1
310 4,5 5,8 7,4
311 5,0 5,5 6,0
320 5,0 5,7 6,1
340 5,0 8,8 11,3
345 4,4 5,7 6,5
350 4,6 5,1 6,6
355 3,1 4,7 5,7
356 4,7 5,0 5,5
360 1,4 3,0 4,7
370 5,0 22,3 24,4
371 5,0 5,1 5,5
380 4,8 5,1 5,8
400 3,4 5,6 17,4
401 4,7 5,1 5,4
410 0,0 1,4 4,4
415 4,3 5,5 7,3
420 1,6 4,5 5,0
425 4,8 5,4 12,8
430 4,9 7,3 9,2
450 5,0 21,2 23,8
451 4,0 4,9 5,2
460 -4,0 -1,4 4,8
465 4,9 5,9 12,1
470 4,4 13,3 14,6
471 4,5 5,0 5,2
500 4,3 4,9 5,0
510 -6,2 4,0 5,0
512 4,7 5,0 5,3
520 -3,6 4,0 4,9
524 4,3 4,9 5,1
530 -8,3 -6,8 3,2
531 4,3 5,0 5,1
540 -9,4 -8,2 3,3
541 4,7 5,0 5,1
545 -6,8 -4,1 4,4
550 -1,7 -0,5 4,9
551 -8,7 4,8 5,1
560 4,4 5,0 5,3
565 -4,1 -2,8 2,6
566 4,7 5,0 5,1
570 4,7 5,1 5,3
580 5,1 9,8 12,3
600 4,2 5,9 11,4
601 4,5 5,0 5,8
603 4,3 8,1 12,1
610 4,8 6,8 8,5
611 -1,0 2,2 4,5
620 2,6 3,4 4,3
621 2,4 4,4 5,0
625 3,3 4,3 5,0
630 -8,0 -6,5 4,1
640 -3,1 -2,0 4,4
641 4,9 5,1 5,8
645 5,0 5,1 6,1
650 4,8 6,1 8,0
660 4,8 5,1 6,3
670 2,2 3,2 3,8
671 4,2 5,0 5,2
675 2,4 3,6 4,5
680 5,7 13,8 15,8
681 4,3 4,9 5,2
685 4,6 5,0 10
690 4,9 5,4 25,3
700 5,0 6,6 10,4
701 4,8 5,0 5,4
710 3,2 4,2 5,0
715 4,7 5,0 5,3
720 4,8 5,1 18,9
730 3,6 5,3 7,2
735 2,2 3,5 4,8
740 4,3 8,2 10
750 4,0 5,0 6,7
755 3,3 4,0 4,9
760 3,1 4,5 5,0
765 4,8 5,8 20,6
780 11,1 13,7 15,4
781 4,7 5,0 5,7
785 4,2 4,9 5,0
800 3,9 6,3 7,5
801 5,1 5,4 6,0
810 4,7 7,9 9,1
815 -0,3 1,0 2,2
816 4,7 5,0 5,3
820 3,9 4,8 5,8
825 3,4 4,6 5,5
840 3,9 4,8 5,7
845 4,8 5,2 5,8
850 5,0 8,0 9,6
851 5,0 5,6 6,1
860 8,1 10,2 11,2
861 4,9 5,1 5,9
870 5,1 19 21,3
871 4,6 5,0 5,2
880 4,9 5,1 5,9
900 -1,3 0,1 4,6