Nettó eignir og skuldir kynslóða

Nettó eignir og skuldir eftir aldursbilum

Nettó eignir og skuldir eftir aldursbilum. Heimild: RSK.

Í framhaldi af fyrra innleggi um eigna- og skuldstöðu kynslóða barst vefsíðunni ábending um að áhugavert væri að reikna hreina eign eða skuld hvers aldursbils. Myndin hér til hægri byggir á sömu gögnum frá Ríkisskattstjóra og sýnir nettó stöðu hvers aldursbils í árslok 2011.  Heildarskuldir einstaklinga í hverju aldursbili eru dregnar frá heildareignum og táknuð með grænu súlunum til vinstri. Ef skuldirnar eru hærri en eignir er nettó skuldastaða táknuð með rauðu súlunum til hægri.  Ríkisskattstjóri telur samskattaða einstaklinga með því aldursbili, sem eldri sambúðaraðilinn tilheyrir.

Nettó eign í fasteignum árið 2011

Nettó eignarhluti í fasteignum að frádregnum skuldum vegna þeirra árið 2011. Heimild: RSK.

Ef aðeins er tekið tillit til eignarhluta í fasteignum og skuldir vegna þeirra lítur staðan út eins og sýnt er á seinni myndinni. Í báðum myndum eru dekkri litir notaðir til þess að tákna stöðu kynslóða, sem fyrrverandi ráðherra beindi spjótum sínum að í nýlegri blaðagrein og varð tilefni til hvassra orðaskipta í fjölmiðlum og á netinu.

Fyrir neðan eru hreyfimyndir sem sýna samanlagða hreina eign eða skuld allra einstaklinga í sérhverju aldursbili fyrir öll ár frá 1994 til 2011. Fjárhæðir eru táknaðar í milljörðum króna á verðlagi hvers árs.

Þegar aðeins er tekið mið af fasteignum og skuldum vegna fasteigna hefur staðan þróast eins og sýnt er hér fyrir neðan.

 

 

One thought on “Nettó eignir og skuldir kynslóða

  1. Pingback: Sýni af normaldreifðu slembibreytunni | Hagur

Comments are closed.