Tag Archives: Tölfræði

Naked Statistics

Naked Statistics.

Naked Statistics eftir Charles Wheelan.

Síðuhöfundur rýndi í bókina Naked Statistics eftir Charles Wheelan og gerði henni grein í nýju tölublaði Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, sem kom út í gær.

Bókin er skemmtileg aflestrar og unnendum efnisins ætti að þykja gaman að því hvernig Wheelan fléttar fræðilegu efni inn í skemmtilegan texta með lýsandi dæmum. Bókin hentar líka þeim sem vilja nota tækifærið til þess að fræðast og fá yfirsýn yfir helstu hugtök og samhengi efnisins. Rýnina má nálgast hér og áhugasamir geta orðið sér úti um eintak í næstu bókabúð.

Námskeið í tölfræðigreiningu

CourseraVefurinn Coursera.org býður upp fjölbreytt úrval námskeiða í samstarfi við marga af fremstu háskólum heims. Það er einfalt að stofna aðgang að síðunni og skrá sig inn í námskeið. Ekki er síður vert að nefna að þátttaka í námskeiðum er ókeypis. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem fýsir í að kafa dýpra í efni á sínu sviði eða til að rifja upp. Þá er alltaf ögrun í að læra eitthvað nýtt ef það er í boði. Lengd námskeiða er breytileg en algengt að þau spanni á bilinu fimm til tíu vikur

Á morgun, þriðjudaginn 22. janúar, hefst áhugavert námskeið í gagnagreiningu (Data Analysis). Fyrirlesari er Jeff Leek, prófessor í líftölfræði við John Hopkins Bloomberg háskólann í lýðheilsufræðum. Samkvæmt námskeiðslýsingu á námskeiðið að hjálpa nemendum að beita aðferðum í tölfræði og nota til þess R-hugbúnaðinn.

Vonandi höfðar þetta námskeið eða önnur til einhvers, sem les þessar línur. Svo lengi lærir sem lifir.