XtraMath

XtramathVefurinn XtraMath.org er gagnlegt tól til að hjálpa börnum að bæta grundvallarfærni í stærðfræði. Foreldrar og forráðamenn geta stofnað aðgang fyrir börn sín og einnig geta kennarar stofnað aðgang fyrir bekkjadeildir sínar. Aðgangur er gjaldfrjáls en vefurinn reiðir sig á frjáls fjárframlög.

Við kynntumst Xtramath í gegnum bekkjarkennara yngri dóttur okkar, sem sendi aðgangslykil heim snemma á skólaárinu. Með því móti geta bæði foreldrar og kennarar fylgst með framgangi nemandans.

Xtramath Report

Á yngsta stigi er læra nemendur grundvallaratriði í samlagningu og þegar á líður er hægt að skipta um áætlun. Eldri börn geta tileinkað sér frádrátt, margföldun og deilingu í sömu umgjörð.

Hver lota skiptist í þrjá eða fleiri hluta þar sem ýmist er rifjað upp eða att kappi við tölvuna í gervi kennarans. Takmarkið er að nemandinn geti svarað án umhugsunar eða með því að telja á fingrum sér.

Xtramath report 2Í viðmóti foreldra og kennara er hægt að fylgjast með framgangi nemanda og sjá niðurbrot á árangri í sérhverri lotu. Þegar nemanda verður tamt að svara dæmum, sem liggja fyrir hverju sinni, er þyngri spurningum bætt við.

Það er óhætt að mæla með XtraMath.org fyrir foreldra og forráðamenn sem vilja efla stærðfræðikunnáttu barna sinna.