Category Archives: R

Námskeið í tölfræðigreiningu

CourseraVefurinn Coursera.org býður upp fjölbreytt úrval námskeiða í samstarfi við marga af fremstu háskólum heims. Það er einfalt að stofna aðgang að síðunni og skrá sig inn í námskeið. Ekki er síður vert að nefna að þátttaka í námskeiðum er ókeypis. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem fýsir í að kafa dýpra í efni á sínu sviði eða til að rifja upp. Þá er alltaf ögrun í að læra eitthvað nýtt ef það er í boði. Lengd námskeiða er breytileg en algengt að þau spanni á bilinu fimm til tíu vikur

Á morgun, þriðjudaginn 22. janúar, hefst áhugavert námskeið í gagnagreiningu (Data Analysis). Fyrirlesari er Jeff Leek, prófessor í líftölfræði við John Hopkins Bloomberg háskólann í lýðheilsufræðum. Samkvæmt námskeiðslýsingu á námskeiðið að hjálpa nemendum að beita aðferðum í tölfræði og nota til þess R-hugbúnaðinn.

Vonandi höfðar þetta námskeið eða önnur til einhvers, sem les þessar línur. Svo lengi lærir sem lifir.